Bygging gasskiljustöðvar gengur vel

Nú styttist í að gasskiljustöð, sem verið er að byggja við Hellisheiðarvirkjun, verði tekin í notkun. Áformað er að gangasetja hana í næsta mánuði.

Stöðinni er ætlað að hreinsa brennisteinsvetni úr útblæstri Hellisheiðarvirkjunar. Lofttegundinni, sem veldur hveralykt, á að farga með því að blanda henni við vinnsluvatn frá virkjuninni sem veitt er niður í berggrunninn.

Ekki er vitað til þess að þessari aðferð hafi verið beitt annarsstaðar og því er verið að ryðja brautina í mótvægisaðgerðum gegn brennisteinsmengun frá nýtingu jarðhita.

Fyrri greinStal söfnunarbauk í Hveragerði
Næsta greinSelfoss vann þrjá Íslandsmeistaratitla