Byggðu hús án leyfis

Eigendur sumarbústaðar í Biskupstungum byggðu tæplega 33 fermerta gestahús við sumarbústað sinn þrátt fyrir að hafa verið synjað um leyfi fyrir byggingunni.

Árið 2009 hafnaði skipulags- og byggingarnefnd umsækjanda um byggingarleyfi á grundvelli þess að stærð þess samræmdist ekki ákvæðum deiliskipulags um stærðir aukahúsa.

Byggingarfulltrúa hefur nú verið falið að vinna í málinu í samræmi við verklagsreglur um óleyfisframkvæmdir, sem þýðir að eigandunum verður gert að fjarlægja gestahúsið.

Fyrri greinKjartan samdi til tveggja ára
Næsta greinFréttaannáll 2011 – III