Býðst að kaupa Miðjuna á 175 milljónir

Fyrirtækið Miðjan á Selfossi ehf. hefur gert Sveitarfélaginu Árborg tilboð um að sveitarfélagið kaupi um 8400 fermetra lands í miðbæ Selfoss á 175 milljónir króna.

Bæjarráð Árborgar tók jákvætt í erindið á fundi sínum í síðustu viku og fólk framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að kanna fjármögnunarmöguleika og frekari samninga.

Samkvæmt heimildum Sunnlenska vildu eigendur Miðjunnar fá talsvert hærra verð fyrir lóðirnar í óformlegum viðræðum við bæjaryfirvöld en tilboðið sem nú liggur á borðinu er formlegt tilboð þeirra.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT