Buster fann lykt út um gluggann

Leit var gerð af fíkniefnum í íbúð á Selfossi í gærkvöldi en lögreglan hafði fengið ábendingu um að íbúi væri með fíkniefni.

Lögreglumenn fóru með fíkniefnahundinn Buster á staðinn og á einum stað var opinn gluggi sem Buster staldraði og gaf merki um neyslu innan dyra.

Við leit fannst smávegis af kannabis sem íbúinn gekkst við að eiga.