Buster þefaði uppi kannabis

Fíkniefnahundurinn Buster var athafnasamur um helgina þegar hann fann kannabisefni hjá fjórum ungmennum þar sem þau voru á ferð um Eyraveg á Selfossi, bæði fótgangandi og í bílum.

Þá handtók lögreglan á Selfossi karlmann á Litla Hrauni þar sem hann var grunaður um að ætla að smygla fíkniefnum inn í fangelsið. Við leit á honum fundust umbúðir sem hann hafði fest við líkama sinn. Inni í þeim voru töflur og duft.

Efnin verða send til rannsóknarstofu Háskóla Íslands til greiningar.

Fyrri greinDísilolíu og dekkjum stolið
Næsta greinTíu kærðir fyrir rangstöðu