Buster þefaði upp'sveita hass

Lögreglan stöðvaði ökumann undir áhrifum fíkniefna innanbæjar á Selfossi í kvöld. Í kjölfarið fundust 40 grömm af hassi við húsleit í uppsveitum Árnessýslu.

Fíkniefnahundurinn Buster var tekinn með í húsleitina og fann fljótt hassið á heimili mannsins.

Maðurinn var fluttur á lögreglustöðina á Selfossi þar sem hann skilaði af sér þvagprufu og blóðsýni sem staðfesti grun lögreglu. Hann var undir áhrifum amfetamíns og kannabis.

Manninum var sleppt að lokinni yfirheyrslu.

Fyrri greinHamar tapaði í háspennuleik
Næsta greinÚtey innkallar taðreyktan silung