Buster þefaði uppi sextán jónur

Kannabisefni fundust í gærkvöldi í íbúð fjölbýlishúss á Selfossi í húsleit lögreglu. Lögregla hafði grun um að einstaklingur í íbúðinni stæði fyrir sölu fíkniefna.

Fíkniefnahundurinn Buster fór á vettvang og gaf vísbendingu um að fíkniefni væru í íbúðinni.

Um 16 jónur, um það bil 16 grömm, af kannabis fannst í íbúðinni.

Fyrri greinFarþegi í framsæti kastaðist út
Næsta greinHallur Karl „til sýnis“ í Hong Kong