Fíkniefnahundurinn Buster á Selfossi fékk sér göngutúr um tjaldsvæði sýslunnar um helgina og fann fíkniefni í tjaldi á tjaldstæðinu á Flúðum.
Um var að ræða fimm grömm af amfetamíni sem tjaldbúi kannaðist við að eiga og ætla sjálfur að nota.
Eins og sunnlenska.is hefur greint frá heilsaði Buster líka upp á farþega í strætó í Hveragerði í liðinni viku. Einn farþeganna reyndist hafa um það bil 10 grömm af amfetamíni í fórum sínum og var hann handtekinn á vettvangi. Efnin kvað hann ætluð til eigin neyslu.