Bústaður brann til kaldra kola

Um klukkan hálf fimm í dag barst Neyðarlínunni tilkynning um að eldur logaði í sumarbústað í Biskupstungum. Samkvæmt tilkynningunni logaði glatt í bústaðnum auk þess sem eldurinn hafði borist í bifreið sem stóð þar við.

Brunavarnir Árnessýslu sendu mannskap á staðinn frá Laugarvatni og Reykholti en þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang var bústaðurinn alelda og litlu hægt að bjarga.

Bústaðurinn brann til kaldra kola ásamt bifreiðinni, sem er ónýt. Enginn var í eða við bústaðinn þegar eldurinn kviknaði.

Rannsókn lögreglu á vettvangi er lokið en eldsupptök eru enn óljós.

Fyrri greinFimm ára afmælishátíð Fischerseturs
Næsta greinÁslaug Dóra stóð sig vel með landsliðinu