Bústaður brann til kaldra kola

Sumarbústaður ofan við gömlu Tungufljótsbrúna í Biskupstungum brann til kaldra kola í nótt.

Slökkvilið Biskupstungna var kallað út laust fyrir klukkan átta í morgun en þá var bústaðurinn brunninn niður og aðeins þurfti að drepa í glóðum.

Upptök eldsins eru ókunn en rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi er að hefja rannsókn.

Fyrri greinTjull og teboð
Næsta greinÞjóðvegurinn mögulega færður við Reykholt