Busavígsla samkvæmt rótgróinni hefð

Busavikunni í Menntaskólanum að Laugarvatni lýkur í dag með hefðbundnum viðburðum.

Busarnir voru skírðir í Laugarvatni en skírnin er rótgróin hefð sem hefur verið iðkuð frá haustinu 1959.

Busunum er smalað út í vatn þar sem lesin er yfir þeim latnesk þula um leið og ausið er yfir þá vatni úr gamalli skólabjöllu.

Því næst fá busarnir dýfu í vatnið og teljast þar með innvígðir í samfélag nemenda. Þegar þeir koma upp úr vatninu eru þeir faðmaðir og kysstir og taka við rós úr hendi stallara.

Menntaskólinn var settur sl. miðvikudag en í skólanum eru 168 nemendur, þar af 54 í 1. bekk.

ml_skirn2_260811pms_597191799.jpg

ml_skirn3_260811pms_177443811.jpg
Myndir: sunnlenska.is/Páll M. Skúlason