Busarnir boðnir velkomnir

Nýnemar í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi fengu að kenna á því í morgun þegar busavígla skólans fór fram.

Busunum var venju samkvæmt smalað saman í sal skólans þar sem þrumað var yfir þeim áður en hersingin hélt í bæjargarðinn við Sigtún þar sem hópurinn þurfti að leysa ýmsar þrautir.

Píningunni lauk með kossi og síðan voru grillaðar pylsur við skólann. Árlegt busaball verður haldið nk. föstudagskvöld.

Um 230 nýnemar eru í Fjölbrautaskóla Suðurlands á þessari önn.

Fyrri greinStórleikur á Selfossvelli í kvöld
Næsta greinSkálholtskórinn vantar raddir