Búngaló miðlar bústöðum

Nú þegar ein helsta ferðamannahelgi íslendinga er að renna í hlað þá eru margir farnir að örvænta og vilja finna sér sumarbústað til þess að njóta veðurblíðunnar í.

Leiguvefurinn Búngaló hefur nú staðið í ströngu við að útvega sumarbústaði á síðuna sína í leigu fyrir almenning. Ef fólk ætlar sér að leigja sumarbústað fyrir Verslunarmannahelgina þá er betra að gera það sem allra fyrst til þess að eiga sem möguleika á bústað.

Verðið á sumarbústöðum til leigu er mjög mismunandi allt frá 6 þúsund krónum nóttin og upp úr. Inn á vefsíðunni www.bungalo.is er hægt að skoða hvað er í boði og skrá bústaði til leigu en þar eru nú um 80 sumarbústaðir um allt land.

Búngaló sérhæfir sig eingöngu í sumarhúsum og eru með mjög fjölbreytt úrval þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þú getur líka skráð sumarbústaðinn þinn til leigu á Búngaló og jafnvel leigt hann út um verslunarmannahelgina.