Búkolla ók hvalnum á brott – Myndband

Starfsmenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða unnu hörðum höndum að því síðdegis og fram á kvöld að fjarlægja hnúfubakshræið úr Stokkseyrarfjöru.

Mikill fjöldi fólks leit við í fjörunni í dag til að skoða hræið og fylgjast með hreinsunarstarfinu. Stórvirkar vinnufélar voru notaðar til að lyfta hræinu upp á pallinn á svokallaðri Búkollu og því var síðan ekið á urðunarstað í sandfjörunni vestan við Eyrarbakka. Þar var hræið urðað á fimm metra dýpi.

Hallur Karl Hinriksson tók myndbandið hér að neðan sem sýnir hvalinn kveðja sjávarmálið við Stokkseyri.