Vegagerðin hefur sent út tilkynningu þar sem fram kemur að búast megi við að vegir á Suðurlandi verði á óvissustigi og komið geti til lokana vegna veðurs á morgun, laugardag.
Á Hellisheiði, í Þrengslum, á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði gæti komið til lokana á tímabilinu kl. 9 til 16.
Undir Eyjafjöllum, um Reynisfjall og undir Eyjafjöllum gæti komið til lokana á tímabilinu kl. 6 til 16.
Veðurstofan bendir fólki á að sýna varkárni og fresta ferðalögum fram yfir gildistíma þeirra viðvarana sem gefnar hafa verið út, en appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðurlandi milli 8:00 og 15:00 og gul viðvörun á Suðausturlandi milli 12 og 17.