Búist við hlaupi úr Grímsvötnum

Vatnamælingamenn Veðurstofunnar að störfum við Gígjukvísl síðasta vetur. Ljósmynd: Veðurstofan/Njáll Fannar Reynisson

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna mögulegs jökulhlaups úr Grímsvötnum.

Íshellan í Grímsvötnum er tekin að lækka og má búast við því að vatnið sem rennur undan henni komi fram í Gígjukvísl á næstu dögum.

Vatnsstaða í Grímsvötnum er lág og því er ekki búist við stóru hlaupi sem ógnað gæti mannvirkjum.

Fyrri greinAukin rafleiðni í Múlakvísl
Næsta greinFyrsta stigið í húsi eftir hörkuleik