Uppfært: Vegagerðin býst við lokun vega

Vindaspá kl. 18:00 í dag. Mynd/Veðurstofan

Vegna slæms veðurútlits má búast má við að vegir um Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiði geti lokast í um 2-3 klukkustundair á tímabilinu kl. 17 til 20 í dag.

Síðdegis í dag mun ganga í suðaustan hvassviðri eða storm sunnan- og vestanlands, með snjókomu á heiðum og fjallvegum.

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá 12:00 til 23:00 í kvöld.

Rigning verður á láglendi en varasöm akstursskilyrði á fjallvegum, til dæmis má búast við bleytuhríð á Hellisheiði eftir klukkan 15.

Suðvestanlands er spáð 20-25 m/sek síðdegis og mun veðrið ná hámarki um kl. 19. Undir Eyjafjöllum verða hviður allt að 45 m/sek milli klukkan 16 og 21.

Á morgun er svo aftur útlit fyrir suðaustan hvassviðri eða storm síðdegis, með talsverðri rigningu um sunnanvert landið.

UPPFÆRT 12:30

Fyrri greinJólastund í Skálholti
Næsta greinKosið um íþróttafólk ársins í Árborg