Búist við stormi syðst á landinu

Veðurstofan vekur athygli á því að í kvöld hvessir mikið syðst á landinu með éljum og má búast við mjög lélegu skyggni í kjölfarið.

Búast má við stormi, meðalvindi yfir 20 m/s, syðst á landinu í kvöld, í Mýrdal og undir Eyjafjöllum.

Önnur lægð kemur svo upp að landinu á morgun, en er hún hlýrri en þær sem komið hafa að undanförnu. Búast má við stormi um landið sunnan- og vestanvert en lægðinni fylgir talsvert vatnsveður um landið sunnanvert.
Fyrri greinFer þessu ekki að linna?
Næsta greinGunni Egils: Um vangaveltur Helga Haraldssonar