Búist við stormi suðvestanlands

Síðdegis hvessir nokkuð hratt af suðaustri um sunnan- og suðvestanvert landið. Reikna má með snörpum vindhviðum, skafrenningi og slæmu skyggni suðvestanlands seint í kvöld og nótt.

Fyrir miðnætti er búist við stormi SV-lands, með snjókomu en slyddu með ströndinni seint í nótt og í fyrramálið.

Kl. 13:11 voru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum en hálka er nokkuð víða á Suðurlandi. Hálka er einnig á flestum vegum með suðausturströndinni.

Fyrri greinHafnfirðingar loka Hellisheiði og Þrengslum
Næsta greinTaekwondofólk frá Selfossi vann sjö verðlaun á RIG