Búist við stormi á miðvikudag

Mynd úr safni. sunnlenska.is/SIgurður Gísli Guðjónsson

Veðurstofan hefur sent frá sér viðvörun þar sem búast má við hvassviðri eða stormi við suður- og suðvesturströndina eftir hádegi á morgun, miðvikudag, og vindhviðum allt að 35 m/s.

Ekkert ferðaveður verður fyrir bifreiðar með aftanívagna og fóki er einnig ráðlagt að huga að tjöldum og lausamunum.

Í fyrramálið mun þykkna upp og verður talsverð rigning síðdegis. Dregur úr vindi og úrkomu annað kvöld, en þá hvessir heldur með rigningu norðaustantil.

Fyrri greinÞórir ráðinn formaður fagráðs handboltans á Selfossi
Næsta greinSigurbjörn og Kristinn Þór Íslandsmeistarar