Búist við lokunum á fjallvegum

Á Hellisheiði. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Styrmir Grétarsson

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir kl. 7-14 á morgun, miðvikudag.

Búist er við veðurhvelli í fyrramálið sem mun ganga hratt yfir landið. Suðvestanlands má búast við 23-28 m/sek með snjókomu og slæmu skyggni í efri byggðum á milli kl. 7 og 10.

Ef spáin gengur eftir má búast við að vegir lokist eða verði ófærir.

Vegagerðin reiknar með að Hellisheiði, Þrengsli, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði verði lokuð milli kl. 6:00 og 12-13:00 og Suðurlandsvegur að Vík í Mýrdal verði lokaður milli kl. 7:00 og 12-13:00.

Fyrri greinBungubrekka fékk langflest atkvæði
Næsta greinBráðahættuástand í íshelli í Blágnípujökli