Búist við blindhríð í Mýrdalnum

Syðst á landinu, í Mýrdal og þar í grennd er spáð, frá því í nótt og áfram á morgun, austan stormi, 20-25 m/s með blindhríð og afar takmörkuðu skyggni.

Eins verður snjókoma suðvestanlands frá því snemma í nótt, einkum á Hellisheiði og í Þrengslum. Bætir heldur í vind og ofankomu með morgninum.

Þá er reiknað með hviðum 30-40 m/s í Öræfasveit í fyrramálið.

Fyrri greinUmf. Ásahrepps sigurvegari í fyrsta sinn
Næsta greinHangikjöt og handverk á jólatorginu