Búist við stormi víða – Blindhríð á Hellisheiði

Óveðrið í Mýrdal og undir Eyjafjöllum nær hámarki nú síðdegis með vindhviðum allt að 40-45 m/s. Stormur og hríðaveður á Hellisheiði og í Þrengslum.

Veðrið lagast mikið á milli kl. 20 og 22.

Hvöss austanátt og rigning á Suður- og Vesturlandi í fyrramálið, en dregur víða úr vindi síðdegis á morgun.

UPPFÆRT KL. 16:13