Búist við stormi síðdegis

Búist er við stormi á Suðurlandi síðdegis. Vaxandi suðaustanátt verður sunnanlands með morgninum, 15-23 m/s síðdegis og rigning.

Hvassast verður suðvestantil en lægir aftur í kvöld. Hiti 1 til 8 stig.

Á morgun hvessir suðvestanlands með kvöldinu og fer að rigna. Hiti 0-4 stig við sjóinn en annars vægt frost.