Búist við stormi í nótt

Veðurstofan hefur sent frá sér viðvörun vegna storms sem ganga mun yfir sunnanvert landið í nótt. Einna hvassast verður með ströndinni frá Reykjanesi austur í Mýrdal.

Búist er við stormi, meira en 20 m/s, og sums staðar roki, meira en 25 m/s, um tíma sunnanlands í nótt. Einnig er spáð vindhviðum, allt að 30-40 m/s. Spáð er talsverðri rigningu sunnan- og vestanlands í kvöld og nótt en slyddu til fjalla.

Veðrið gengur yfir í nótt, en verður verst milli kl. 3 og 6 í nótt og fyrramálið.

Fyrri greinGrétar Ingi í Skallagrím
Næsta greinSkora á kvennaliðið í söngeinvígi