Búin að prjóna þúsund lopapeysur fyrir börn í Hvíta-Rússlandi

Eygló Jóna Gunnarsdóttir, djákni á Selfossi, situr ekki auðum höndum því hún situr eitthvað við alla daga og prjónar lopaleysur sem hún gefur til Hvíta Rússlands.

Verkefnið er unnið í gegnum Rauða krossinn og heitir Föt sem framlag.

„Ég hef alltaf haft gaman af prjónaskap og það gefur mér mikið að geta látið gott af mér leiða og gefa frá mér. Nú er ég búin að prjóna um eitt þúsund lopapeysur á nokkrum árum og ætla að halda áfram af fullum krafti“, segir Eygló Jóna í samtali við Sunnlenska.

Hún prjónar mest fyrir framan sjónvarpið en notar líka tækifærið til að prjóna ef hún fer á fundi og einnig í bílnum á ferðalögum um landið yfir sumartímann.

Fyrri greinGóður árangur á vormóti
Næsta greinSlökkti eldinn með Coca-Cola og snjó