Búið að opna Suðurlandsveg

Frá vettvangi slyssins við Þingborg. sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson

Búið er að opna Suðurlandsveg aftur en honum var lokað á fjórða tímanum í dag við Þingborg í Flóahreppi vegna umferðarslyss.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi lentu tveir bílar í árekstri við gatnamótin að Þingborg. Ekki er talið að þeir sem voru í bílunum hafi slasast alvarlega.

Talsvert viðbragð var vegna slyssins, sjúkrabílar og lögregla frá Selfossi voru kallaðir á vettvagn ásamt tækjabíl frá Brunavörnum Árnessýslu.

Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Fyrri greinMikilvægt að staðsetja nýjan kirkjugarð í tíma
Næsta greinGrýla mætt á Selfoss