Búið að opna milli Markarfljóts og Víkur

Bílaröð var farin að myndast við lokunarpóstinn í Vík fyrir hádegi í dag, þegar snjóblásarinn lagði upp frá Vík. sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson

Núna í hádeginu var Suðurlandsvegur milli Markarfljóts og Víkur í Mýrdal opnaður á nýjan leik, eftir að hafa verið ófær síðan síðdegis á aðfangadag.

Ennþá er lokað milli Víkur og Kirkjubæjarklaustur en samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni standa vonir til þess að þar náist að opna fyrir klukkan 14 í dag, gangi mokstur að óskum.

Það er fallegt í Vík í dag en gríðarlegt fannfergi. Að sögn Sigurðar Hjálmarssonar, sem tók myndirnar með þessar frétt eru rúmlega tuttugu ár síðan annar eins snjór var á svæðinu, í febrúar árið 2001.

Það er fallegur dagur og klofdjúpur snjór í Vík í Mýrdal í dag. sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson
Fyrri greinGönguhópar villtir í snarvitlausu veðri
Næsta greinUm samræmda móttöku flóttafólks í sveitarfélaginu Árborg