Búið er að loka Þjóðvegi 1 yfir Hellisheiði, sem og Þrengslavegi vegna veðurs og ófærðar.
Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru einnig lokaðar.
Óvissustig er undir Eyjafjöllum, um Reynisfjall og á Mýrdalssandi og þar gæti komið til lokana á meðan veðrið gengur yfir.
Í dag verður suðaustan stormur með úrkomu á öllu landinu. Síðdegis hlánar svo gott er að athuga að niðurföllum svo vatn eigi greiða undankomuleið.
Veðurstofan bendir fólki á að sýna varkárni og fresta ferðalögum fram yfir gildistíma þeirra viðvarana sem gefnar hafa verið út, en appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðurlandi til kl. 15:00 í dag og gul viðvörun á Suðausturlandi milli kl. 12 og 17.