Búið að opna Hellisheiði og Þrengsli

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Grétar Guðmundsson

UPPFÆRT KL. 00:47: Búið er að opna Hellisheiði.

UPPFÆRT KL. 22:35: Búið er að opna veginn um Sandskeið og Þrengsli en þar er flughálka. Hellisheiði verður lokuð eitthvað lengur og eru líku á opnun um kl. 01:00.


Eldri frétt:

Búið er að loka Sandskeiði, Hellisheiði og Þrengslum vegna veðurs. Suðurstrandarvegur er opinn.

Óvíst er hvenær þessar leiðir verða opnaðar aftur en veðrið verður í hámarki núna milli klukkan 18 og 19.

Mosfellsheiði, Þingvallavegur og Lyngdalsheiði eru einnig lokaðar.

Björgunarsveitin Mannbjörg í Þorlákshöfn bendir vegfarendum á að björgunarsveitir hafa ekkert ákvörðunarvald í þessum málum og ekki er heimilt að hleypa neinum framhjá. „Gildir þar einu hvort viðkomandi sé á Yaris, 44″ jeppa eða jafnvel traktor. Við mælum með kertum, kósý og góðri mynd! Þið sem eruð enn á ferðinni, farið varlega.“

Eftir miðnætti tekur að lægja undir Eyjafjöllum og í Öræfum en fram að því verður jafnvel staðbundið ofsaveður með hviðum allt að 50 m/s undir Eyjafjöllum og Landeyjum.

Einnig er lokað milli Hvolsvallar og Víkur og líklegt að þar verði opnað aftur kl. 01 í nótt. Þá er lokað í Öræfum, milli Gígjukvíslar og Kvískerja og þar verður líklega ekki opnað aftur fyrr en kl. 06 í fyrramálið.

Á öðrum vegum á Suðurlandi er víðast hvar nokkur hálka eða snjóþekja. Hálkublettir og hálka eru á vegum meðfram suðurströndinni og austur á land.

Fyrri greinAðalvinningurinn fór á Selfoss
Næsta greinUnnsteinn íþróttamaður Þjótanda 2018