Búið að eyða hlutnum

Lögreglan lokaði svæðinu í 100 m radíus frá gatnamótunum í morgun. sunnlenska.is/Sigmundur Sigurgeirsson

Sérsveitarmenn frá ríkislögreglustjóra eru búnir að eyða hlutnum sem fannst á gatnamótum Engjavegar og Tryggvagötu í morgun. Búið er að opna fyrir umferð um svæðið.

Samkvæmt heimildum sunnlenska.is var um að heimatilbúna sprengju, svipaða þeim og hafa fundist á Selfossi síðustu daga.

Lögreglan á Suðurlandi vinnur að rannsókn málsins.

Ef fólk telur sig finna órofnar plastflöskur sem bera þess merki um að í þeim sé torkennileg efni skal ekki hreyfa við þeim og hafa beint samband við 1-1-2 og tilkynna um slíkt til lögreglu.

Fyrri greinEngjavegi og Tryggvagötu lokað vegna torkennilegs hlutar
Næsta greinFjarlægðu sprengjurusl við Sunnulækjarskóla