Búið að tengja nokkur hús

„Það eru nokkrir þegar komnir með tengingu og þetta er allt að virka. Á næstu tveimur vikum ættu allir að vera orðnir tengdir,“ segir Kristófer Tómasson, sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en nú er búið að ljósleiðaravæða hreppinn.

Kristófer segir að forvitnilegt verði að sjá hvaða áhrif ljósleiðaravæðingin muni hafa á samfélagið.

„Við sjáum fyrir okkur að fólk eigi möguleika á að stunda jafnvel störf heima á bæjunum, sem það hefði annars ekki getað. Ef ekki eru ljósleiðaraæðar í dreifbýli þá er erfitt um vik að senda mjög þung skjöl,“ segir hann.

„Með þessu munum við taka nokkuð mörg skref inn í framtíðina.“

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinHamar í undanúrslitin
Næsta greinML keppir í kvöld