Búið að selja Ræktó

Ræktunarsamband Flóa og Skeiða hefur nú verið selt og skipt upp í tvær einingar. Fyrirtækið Borgarverk í Borgarnesi keypti jarðvinnu- og klæðningarhluta fyrirtækisins og fyrirtæki í eigu Jóhanns Ólafssonar í Reykjavík keypti jarðborunarhlutann.

Rekstur beggja eininganna verður áfram á Selfossi og munu starfsmenn halda sínum störfum.

Að sögn Óskars Sigvaldasonar hjá Borgarverki er verkefnastaða fyrirtækisins mjög góð og mun rekstur fyrirtækisins styrkjast talsvert með samrumanum.

Fyrri greinKostnaður komin í 8,2 milljónir
Næsta greinLeitað að tveimur mönnum vegna innbrota