Búið að opna Hellisheiði og Þrengsli

Búið er að opna fyrir umferð yfir Hellisheiði og Þrengsli en þessar leiðir hafa verið lokaðar í allan dag vegna veðurs og færðar.

Lægðardrög koma hvert af öðru úr norðri. Suðvestantil lægir heldur um stund en gengur aftur upp um tíma undir kvöld. Byljótt verður undir Eyjafjöllum og í Mýrdal um tíma og nær hámarki um kl. 18.

Varað er við flughálku á milli Þorlákshafnar og Hveragerðis og á Suðurstrandavegi úr Selvogi og upp Krísuvíkurveg. Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Suðurlandi. Óveður og snjóþekja er á Lyngdalsheiði.

Flughált er á milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs.

Fyrri greinTvær rútur útaf Suðurlandsvegi
Næsta greinBjörgunarsveitir aðstoðuðu eftir að bílar fuku útaf