Búið að opna Hellisheiði og Þrengsli

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurlandi voru kallaðar út í kvöld til aðstoðar vegfarendum.

Búið er að opna Hellisheiði og Þrengsli en, þar eru hálkublettir og þoka. Fyrr í kvöld var ekkert ferðaveður á fjallinu, og víðar á Suðurlandi. Bílstjórar lentu í vandræðum í Þrengslum, á Hellisheiði og umhverfis Laugarvatn.

Óveður er undir Eyjafjöllum og á Suðurstrandarvegi, en á Suðurstrandarveginum er einnig flughálka. Ófært og stórhríð er á Lyngdalsheiði.

Klukkan átta í kvöld höfðu hátt í 20 verkefni komið inn á borð björgunarsveitanna og þeim fjölgaði eftir því sem leið á kvöldið.

UPPFÆRT 00:07

Fyrri greinBreiðar kerrur skapa hættu í snjónum
Næsta greinRagnheiður og Guðrún heiðraðar