Búið að loka Hellisheiði og Þrengslum

Búið er að loka Sandskeiði, Hellisheiði og Þrengslum. Enn bætir í vind og er bálhvasst undir Eyjafjöllum (Steinar 21 m/s og 41 m/s í hviðum, Reynisfjall 29 m/s og 31 í hviðum).

UPPFÆRT KL. 17:34: Suðurlandsvegur er lokaður frá Hvolsvelli austur að Höfn. Suðurstrandarvegur er ennþá opinn en þar er flughálka. Flughálka er víða á Suðurlandi.

UPPFÆRT KL. 19:36: Ekki er reiknað með að neinir vegir verði opnaðir fyrr en á morgun.

Á Vatnsskarðshólum eru 28 m/s og 43 m/s í hviðum. Þá eru 34 m/s á Stórhöfða með 41 m/s í hviðum. Svo virðist sem veðurspáin sé að ganga eftir.

The roads across Hellisheiði and Þrengsli and Kjalarnes on the Ringroad have been closed. Also closed are the roads across Möðrudalsöræfi and Fjarðarheiði.

Fyrri greinEyjólfur ráðinn framkvæmdastjóri Fræðslunetsins
Næsta greinHættustigi lýst yfir á Suðurlandi