Búið að opna yfir Kjöl

Búið er að opna veginn yfir Kjöl en hann er þó skráður fær fyrir fjórhjóladrifsbíla eins og er.

Einnig er búið að opna upp í Lakagíga og Eldgjá. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Vegagerðinni.

Vegurinn frá Sigöldu inn í Landmannalaugar er nú opinn en einnig er orðið fært að Hagavatni og hægt að komast að Bláfellshálsi.