Búið að opna veginn

Suðurlandsvegur var lokaður í morgun austan við Selfoss vegna umferðarslyss nálægt Bitru í Flóahreppi. Neyðarlínan fékk tilkynningu um árekstur klukkan tuttugu mínútur fyrir átta í morgun.

Uppfært kl. 11:05: Búið er að fjarlægja ökutækin af vettvangi vestan við Skeiðavegamót og búið að opna Þjóðveg 1 fyrir umferð.

Hjáleið var um Villingaholtsveg og Urriðafossveg á meðan viðbragðsaðilar athafna sig á vettvangi.

Lögreglan á Suðurlandi veitir ekki nánari upplýsingar um slysið að svo stöddu.

Fyrri greinOpið hús í leikhúsinu við Sigtún
Næsta greinBrynja áfram á Selfossi