Búið að opna Suðurlandsveg

Suðurlandsvegur til austurs er nú opinn fyrir umferð. Mikil hálka er á þessari leið og eru björgunarsveitir og lögregla enn að stöfum við að aðstoða ökumenn.

Biður lögregla því vegfarendur að taka tillit til aðstæðna og sýna þolinmæði og varkárni við akstur.

Þrengslavegur er áfram lokaður og sagður ófær samkvæmt vefsíðu Vegagerðarinnar. Samkvæmt björgunarsveitarmönnum er komu keyrandi Þrengslaveg frá Eyrarbakka er krapi á veginum og mikil hálka. Ófært er við gatnamót Þrengslavegar og Suðurlandsvegar.

Fyrri greinSuðurlandsvegur lokaður til austurs
Næsta greinVonast til að ríkið endurgreiði skattinn af skólpinu