Búið að opna Suðurlandsveg

Alvarlegt umferðarslys var á Suðurlandsvegi á móts við Ölfusborgir laust fyrir klukkan sjö í kvöld, þar sem fólksbíll og jeppi lentu í árekstri.

Suðurlandsvegi var lokað fyrir alla umferð frá hringtorgi í Hveragerði að gatnamótum Biskupstungnabrautar og vegfarendum beint um Ölfus og Eyrarbakkaveg.

Einn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík.

UPPFÆRT KL. 21:11