Búið að opna Landmannaleið

Búið er að opna fyrir umferð um Landmannaleið, F225. Það var gert í dag og þar með er formlega búið að opna ferðaþjónustuna við Landmannahelli.

Að sögn Engilberts Olgeirssonar, eins Hellismanna sem reka ferðaþjónustuna við Landmannahelli, hefur ekki verið opnað svona seint í áraraðir. „Tekjumissir Hellismanna er umtalsverður vegna þessa, en yfirleitt getum við opnað í kringum 20. júní, stundum fyrr,“ segir Engilbert.

Við Landmannahelli er svefnpokagisting í átta húsum fyrir samtals 92 gesti í einbreiðum og tvíbreiðum kojum. Húsin eru upphituð, með rennandi vatni, eldunaraðstöðu og klósetti. Einnig er svæði fyrir tjöld, fellihýsi og húsbíla, smáhýsi með hreinlætisaðstöðu, útigrill og veiðileyfasala.

Hálendiskort Vegagerðarinnar

Fyrri greinLíkur á jarðskjálftum í dag
Næsta greinGóð veiði þrátt fyrir kulda