Búið að opna Hellisheiði – Suðurstrandarvegur lokaður

Búið er að opna þjóðveg 1 yfir Hellisheiði en Suðurstrandarvegur er ennþá lokaður. Ekki liggur fyrir hvenær hann verður opnaður.

UPPFÆRT KL. 16:14: Það er hálka á Hellisheiði og í Þrengslum líkt og á flestum vegum á Suðurlandi. Krýsuvíkurvegur er ófær og Suðurstrandarvegur einnig. Hálka er með suðausturströndinni.

Fyrri greinFlestar sveitir komnar í hús
Næsta greinKertagerðinni frestað