Búið að opna Hellisheiði

Búið að opna Hellisheiðina og Þrengslin en þar er hálka og skafrenningur. Unnið er að mokstri. Þrengslin voru opnuð um kl. 1 í nótt en Hellisheiði opnaði ekki fyrr en um kl. 10 í morgun.

Á Suðurlandi er víða snjóþekja og eitthvað um hálku. Unnið er að mokstri. Greiðfært er mjög víða með suðausturströndinni og sumstaðar snjóþekja. Unnið er að hreinsun.

Varað er við steinkasti á Skeiðarársandi.

UPPFÆRT KL. 10:21

Fyrri greinBjörgunarsveit til taks ef þörf er á sjúkraflutningum
Næsta greinSjóvá gefur Hafnarnesi Björgvinsbelti