Búið að opna Heiðina

Búið er að opna fyrir umferð um Hellisheiði, Þrengsli og Sandskeið en þar er hálka og óveður.

Á Vísi kemur fram að nokkrir bílar séu stopp á Heiðinni þar sem ökumenn treysti sér ekki lengra.

Hálka og óveður er undir Eyjafjöllum og ekkert ferðaveður. Hálka og skafrenningur er í kringum Hellu. Víða er snjóþekja, hálka eða jafnvel þæfingsfærð í uppsveitum.