Búið að opna Heiðina

Búið er að opna Hellisheiði fyrir umferð en starfsmenn Vegagerðarinnar luku við að ryðja hana um hálffjögur í nótt.

Erfiðlega gekk að ryðja heiðina í gærkvöldi, þar sem fjölmargir ökumenn virtu lokun hennar að vettugi og bílar sátu fastir þvers og kruss á veginum.

Hálka og éljagangur er á Sandskeiði og Þrengslum en snjóþekja og él á Hellisheiði. Flestar aðalleiðir á Suðurlandi eru færar þó er og víða þungfært á fáfarnari sveitavegum.