Búið að opna Heiðina

Búið er að opna veginn um Hellisheiði. Hálkublettir eru á Sandskeiði og hálka á Hellisheiði en krapi í Þrengslum.

Snýst í S- og SV-átt með éljum og krapaéljum sunnan- og vestanlands. Kólnar niður undir frostmark á láglendi og víða verður hált við þessar aðstæður þegar líður á daginn.

Snjóþekja og éljagangur er á Mosfellsheiði og hálka og snjóþekja í uppsveitum á Suðurlandi.

Greiðfært er frá Fáskrúðsfirði og með suðausturströndinni að Öræfasveit en þar taka við hálkublettir eða hálka.

UPPFÆRT KL. 13:10

Fyrri greinUmf. Selfoss semur við Jako
Næsta greinSækja skíðamenn á Vatnajökul