Búið að opna Heiðina

Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði var lokað í morgun vegna stórhríðar. Vegurinn var opnaður aftur um kl. 11:30.

Nokkrir ökumenn lentu í vandræðum en snjór var farinn að safnast á veginn í morgun í algjörri blindhríð.

Skil með úrkomu fara hratt norðaustur yfir landið í dag. Snjókoma, hvassviðri og takmarkað skyggni verður á flestum fjallvegum um tíma, en snjór í fyrstu en síðan væg þíða á láglendi. Með kvöldinu lægir og styttir upp að mestu og hlánar þá upp um í 300-400 metra hæð, samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar.

Hálka eða hálkublettir eru annars á flestum öðrum vegum á Suðurlandi. Hálka og snjókoma er á Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði og í Ölfusinu. Óveður undir Eyjafjöllum.

UPPFÆRT KL. 12:07