Búið að opna Eyrarbakkaveg

Búið er að opna Eyrarbakkaveg en honum var lokað fyrr í dag eftir árekstur bifreiðar og bifhjóls á mótum Eyrarbakkavegar og Hafnarbrúar á Eyrarbakka.

Bifreiðinni var ekið af Hafnarbrú inn á Eyrarbakkaveg í veg fyrir bifhjólið.

Ökumaður bifhjólsins var fluttur með sjúkrabifreið til Reykjavíkur. Hann var með meðvitund en ekki er vitað frekar um meiðsl hans.

Fyrri greinEva María setti nýtt Íslandsmet í hástökki
Næsta greinLýst eftir stolnum síma