Búið að opna aftur

Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði hafa nú verið opnuð aftur.

Suðurstrandarvegur er opinn eins og er en flughált er á leiðinni og þæfingsfærð er á veginum frá Kleifarvatni að Grindavík.

Þungfært og stórhríð er á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði er orðin ófær.

Þæfingsfærð er á milli Selfoss og Þorlákshöfn. Frá Selfossi austur að Hvolsvelli er snjór eða krapi á vegum. Austur frá Hvolsvelli er hálka eða hálkublettir að Eyjafjöllum en krapi og snjór að Vík. Frá Vík að Klaustri er krapi og snjór á vegum en hálka eða hálkublettir frá Klaustri að Höfn.

UPPFÆRT KL. 21:40

Fyrri greinAusturveginum lokað 25. febrúar
Næsta greinSælumolar