Buggybíll valt út í Krossá

Ljósmynd/Landsbjörg

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð inn í Þórsmörk á þriðja tímanum í dag eftir að buggy bíll valt út í Krossá.

Bíllinn var að keyra á vegslóða sem liggur ofan á varnargarði við Goðaland þegar hann valt niður garðinn og út í á.

Ökumaður bílsins virðist hafa losnað við veltuna og festist við bílinn. Nærstaddir náðu að koma henni strax til aðstoðar og losa frá bílnum og upp úr ánni.

Björgunarsveitir frá Hvolsvelli og undan Eyjafjöllum voru kallaðar út klukkan 14:10 ásamt sjúkraflutningafólki. Svo heppilega vildi til að hópur lækna var á ferðalagi á Goðalandi og fóru þeir þegar á staðinn og hlúðu að hinni slösuðu á meðan björgunarsveitir fluttu sjúkraflutningafólk inn að Goðalandi. Þeir mátu ástandið þannig að rétt væri að kalla til þyrlu.

Þyrlan lenti á staðnum klukkan 15:35 og var ökumaðurinn fluttur á sjúkrahús í Reykjavík.

Björgunarsveitir fóru svo í það verkefni að ná bílnum úr ánni og var því verki lokið um klukkan hálf fimm.

Ljósmynd/Landsbjörg
Fyrri greinRangæingar harðari en gestirnir
Næsta greinEkki skipt um nafn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi